Glæsilegur sigur á Leikni

3-2 sigur á Leikni í kvöld staðreynd. Meistari Dennis Curic með 2 og unglambið Ásgeir Ingólfsson með 1 mark.

Ég vill minna fólk á umfjöllun um alla leiki 1.deildar á fótbolti.net .

Byrjunarlið Hauka var þannig skipað;

Amir í markinu, Pési í hægri bakverði, Tinni og Philipo Berrio í miðverðinum og Úlli í vinstri bakverði.

Hilmar Geirfugl og Geiri voru á sitthvorum kantinum. Forsetinn sjálfur Goran Lukic, Fabio og Danny the dog mynduðum miðjuna og markamaskínan var á toppnum.

Bekkurinn ásamt Andra, Garðari, Sigga, Gunnleifi og Rúnari var þannig skipaður;

Þórir, Eddi, Hilli Emils., Bitinn sjálfur Ómar og Jónas með sinn nára.

Við komumst í 3-0 en Leiknismenn skoruðu ódýr mörk á 85.mínútu og 86.mínútu.

Ég ætla lítið sem ekkert að skrifa um þennan leik, og ætla ég að leyfa Fótbolti.net alfarið að sjá um það.

En ég vill minna allt Haukafólk á eitt;

Haukar – HK miðvikudaginn 2.júlí á Ásvöllum í 16 – liða úrslitum Visa Bikarins klukkan 19.15

ALLIR Á VÖLLINN – Strákarnir eiga það svo sannarlega skilið!!!