Glæsilegt lokahóf hjá knattspyrnudeildinni

HaukarÞað var mikil gleði og mikið fagnað á lokahófi Knattspyrnudeildar Hauka í gærkvöldi enda líklega eitt besta knattspyrnusumar Hauka að ljúka frá upphafi. Hjálmar Hjálmarsson eða Haukur Hauksson eins og hann kallaði sig í gær var veislustjóri kvöldsins. Mætingin var gríðarlega góð og líklega fjölmennasta lokahóf frá upphafi, allavegana í langan tíma.

Að sjálfsögðu voru veitt verðlaun fyrir þá leikmenn sem skara hafa framúr í sumar en einnig voru meistaraflokkarnir báðir með skemmtiatriði sem slógu í gegn. Fyrirliðar liðanna, Anna Margrét Gunnarsdóttir og Þórhallur Dan Jóhannsson voru heiðrun fyrir sitt framlag. Það var síðan Júlli Diskó sem spilaði fram á rauða nótt og hélt stemmingin áfram.

Verðlaunahafar gærkvöldsins:

Eva Jenný Þorsteinsdóttir fékk verðlaun fyrir að spila alla leiki meistaraflokks kvenna í deild, bikar og Lengjubikarnum.

Markahæsti leikmaður meistaraflokks karla: Garðar Ingvar Geirsson
Markahæsti leikmaður meistaraflokks kvenna: Leeanna Woodworth

Mikilvægasti leikmaður meistaraflokks karla: Þórhallur Dan Jóhannsson
Mikilvægasti leikmaður meistaraflokks kvenna: Tinna Mark Antonsdóttir

Besti leikmaður meistaraflokks karla: Guðjón Pétur Lýðsson
Besti leikmaður meistaraflokks kvenna: Jóna Sigríður Jónsdóttir

Knattspyrnumaður Hauka 2009: Hilmar Trausti Arnarsson

Nú er knattspyrnusumrinu hjá Haukum formlega lokið og við tekur langt og strangt undirbúningstímabil. Við hvetjum Haukafólk til að fylgjast með liðunum í vetur og fylgjast með æfingaleikjunum í vetur sem og æfingamótunum sem verða. Heimasíðan þakkar kærlega fyrir sig og ætlar að reyna vera með betri umfjöllun um knattspyrnuna í vetur en fyrri ár.

Haukar í Pepsi-deild í karla og kvenna 2010. ÁFRAM HAUKAR!