Glæsilegt lokahóf búið

Haukar héldu lokahóf sitt í gær í Skútunni í Hafnarfirði. Veitt voru mörg góð verðlaun handa þeim leikmönnum sem þóttu skara fram úr í sumar. Einnig var veglegt happdrætti með mörgum flottum vinningum.

Fjórir leikmenn meistaraflokkanna fengu verðlaun fyrir að spila alla leikina það voru þær Björk Gunnarsdóttir og Saga K. Finnbogadóttir sem og Goran Lukic og Úlfar Hrafn Pálsson.

Í öðrum flokki var Andri Geir Gunnarsson markahæðstur með 12 mörk í deild og bikar, Garðar Ingvar Geirsson var valinn mikilvægastur og Ásgeir Þór Ingólfsson var kosinn besti leikmaður 2.flokks en þess má geta að allir þessir leikmenn æfa og spila líka með meistaraflokki.

í meistarflokki kvenna var Sara Björk Gunnarsdóttir markahæðst með 13 mörk í 11 leikjum í 1. deildinni en hún var einnig kosin best svo fékk Saga K. Finnbogadóttir verðlaun fyrir að vera mikilvægust. Svo ortu stelpunar ljóð sem þær fluttu handa meistarflokks kvenna ráðinu.

Í meistaraflokki karla var Hilmar Rafn Emilsson markahæstur í deildinni með 12 mörk í 8 leikjum, Þórhallur Dan var kosinn mikilvægastur og svo var það Hilmar Geir Eiðsson sem var kosinn bestur. Leikmenn gáfu svo honum Sigurði Stefáni Haraldssyni veglegan skjöd í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf í þágu meistarflokksins í sumar en Sigurður er liðsstjóri liðsins.

Það kom svo fáum á óvart að í lok hófsins var okkar eini A-landsliðsmaður Sara Björk Gunnarsdóttir fékk verðlaunin fyrir að vera knattspyrnukona Hauka.