Fyrsta innanhúsmótaröðin í golfi

18 HOLU GOLFVÖLLUR VÍTT OG BREYTT UM ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐINA ÁSVÖLLUM.

“Mini” golfmót Handknattleiksdeildar HAUKA.

Handknattleiksdeild Hauka hefur ákveðið að efna til þriggja innanhús-golfmóta í vetur og verður fyrsta mótið laugardaginn 25 jánúar. Keppt verður í tveim flokkum, barna / unglinga flokki og “fullorðinsflokki”. Í barna og unglingaflokki verða veitt verðlaun fyrir hvern dag, en í “fullorðinsflokki” er safnmótafyrikomulag, tveir bestu dagar af þrem telja til verðlauna. Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin.

Barna og unglingaflokkur. ( ? – 16 ára) Kl. 09,00 – 14,00
Spilaðir verða tveir níuholuhringir. Veitt verða verðlaun fyrir 1 – 3 sæti að lokinni keppni kl. 14,00. Keppnisgjald er kr. 300,-

“Fullorðinsflokkur” (17 ára – ??) Kl. 15,00 – ??
Spilaðir verða tveir átján holu hringir vítt og breytt um Íþróttamiðstðina ÁSVELLI. Fyrsti rástími verður kl. 15.00 og ræst á fimm mínútna fresti til kl. 16,30. Byrjað verður aftur að ræsa kl. 18.00 og verður ræst aftur á fimm mínútna fresti eins lengi og þurfa þykir. Mótsgjald er kr. 1,500,- (unglingum 16 ára og yngri er heimil þáttaka í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum milli kl. 15.00 og 16.30)

Skráning í mótið fer fram frá og með n.k. þriðjudegi hjá Þórdísi Geirsdóttur í síma 698-7052 milli 13 og 18.

Munið eftir pútternum.