Fulltrúar Hauka í yngri handbolta landsliðum

Þorfinnur Máni Björnsson og Kristófer Máni Jónasson hafa verið valdnir í U-20 ára landslið karla. Liðið mun halda út til Danmerkur 4. nóvember og leika þar tvo vináttulandsleiki gegn Dönum. Leikirnir fara fram 5. og 6. nóvember og mun liðið dvelja í Ishøj á meðan ferðinni stendur.

Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson hafa valið þá 16 leikmenn í U-18 ára landslið kvenna sem taka þátt í undankeppni EM í Serbíu 22. – 27. nóvember nk og eiga Haukar þar tvo fulltrúa, þær Elín Klöru Þorkelsdóttur og Thelmu Melsteð Björgvinsdóttur, Auk þess verður Rakel Oddný Guðmundsdóttir til vara ef eitthvað kemur upp.

Í U-18 ára landsliði karla eiga Haukar þrjá fulltrúa en það eru þeir Andri Fannar Elísson, Birkir Snær Steinsson og Össur Haraldsson. Liðið heldur út 3. nóvember og mun taka þátt í Pierre Tiby mótinu í París í Frakklandi en þar leikur liðið gegn heimamönnum auk Króata og Ungverja. Að auki er Gísli Rúnar Jóhannsson til vara.

Helgina 5.-7. nóvember æfir u-15 landslið karla á höfuðborgarsvæðinu og eiga Haukar fulltrúa þar.

U-15: Bjarki Már Ingvarsson, Egill Jónsson og Sigurður Bjarmi Árnason.