Fram mætir í Schenkerhöllina

Jón Þorbjörn í leik gegn Víkingi. Mynd: Eva Björk

Jón Þorbjörn í leik gegn Víkingi. Mynd: Eva Björk

Meistaraflokkur karla í handbolta mætir í kvöld Fram í Olís deild karla en leikið verður í Schenkerhöllinni kl. 19:30 í kvöld, mánudagskvöld. Eftir góðan sigur á Akureyri í síðustu viku er komið að næsta verkefni strákanna er Frammara koma í heimsókn. Fram er með 4 stig úr 4 leikjum en þeir hafa unnið ÍBV og Víking en tapað fyrir FH og Val en Fram liðið hefur sýnt það á þessu tímabili að margt er spunnið í liðið og mæta þeir til tímabilsins með betra lið en í fyrra þegar þeir björguðu sér frá falli í síðasta leik. Haukaliðið er hinsvegar með 6 stig úr 4 leikjum en liðið á ennþá eftir að vinna sinn fyrsta leik á heimavelli á tímabilinu.

Það má því búast við hörkuleik í kvöld kl. 19:30 og um að gera fyrir fólk að gera sér ferð í Schenkerhöllina og styðja Haukastrákana áfram í baráttunni. Fyrir Haukafólk sem eiga ekki möguleika á því að mæta þá verður leikurinn í beinna á Haukar-TV.