Fram-Haukar ESSÓdeild karla

Strákarnir unnu öruggan sigur 26-32 er þeir heimsóttu Fram í kvöld.
Manni virtist ljóst strax á fyrstu mínútum leiksins að þeim sem blésu í flauturnar var ekki vel við Aron okkar Kristjánsson og kórónaði rautt spjald (3x2min) í byrjun seinni hálfleiks þá skoðun. Aron var reyndar ekki sá eini sem fékk að lúta fyrir þeim félögum. En þrátt fyrir þær hindranir var það einnig ljóst frá fyrstu mínútu að Haukarnir ætluðu ekki að tapa þessum leik. Þeir höfðu yfirhöndina allan leikinn, þrátt fyrir að vera manni færri og oft tveimur færri. Eitthvað virtumst við þó eiga í vandræðum með hornamenn frammara en þeir skoruðu lungan af mörkum þeirra. Haukavörnin var þó annars góð og voru heimamenn oftar en ekki frekar lengi að koma boltanum í átt að markinu. Staðan í hálfleik var 12-16 og endaði leikurinn eins og fyrr segir 26-32.
Markahæstir voru Þorkell með 8 mörk og Ásgeir Örn með 6. Besti maður leiksins var „liðsheildin“.

Góður sigur hjá okkar mönnum sem eru komnir á sporið aftur gegn Íslendingum, eftir smá lægð.