Fréttir af mfl. kvenna í fótbolta

Hulda skoraði tvö mörk í síðasta leikÖruggur sigur í síðasta leik á móti BÍ/Bolungarvík

Síðastliðinn sunnudag léku stelpurnar við BÍ/Bolungarvík. Leikurinn byrjaði rólega en smám saman tóku stelpurnar öll völd á vellinum og skoraði Hulda með hnitmiðuðu skoti snemma leiks. Stelpurnar héldu áfram að þjarma að marki gestann en án árangur og staðan því 1 – 0 i hálfleik. Í síðari hálfleik héldu yfirburðirnir áfram og bættu þær við þrem mörkum í síðari hálfleik. Hulda setti sitt annað mark í leiknum og tveir nýjir leikmenn liðsins, þær Unnbjörg og Guðrún settu sitt markið hvor.

Þetta var flottur leikur hjá stelpunum og fleytti sigurinn þeim 3ja sætið. Liðið hefur leikið glimrandi sóknarbolta og hefur einungis eitt lið skorað fleiri mörk í deildinni.

Næsti leikur hjá stelpunum er á miðvikudaginn 30. júlí á móti Fjölni, en þær eru í öðru sæti og er því um stórleik að ræða.

 

Leikurinn á móti Fjölni er því griðarlega mikilvægur fyrir stelpurnar okkar og er sannkallaður toppslagur og nauðsynlegt fyrir Hauka að vinna þann leik ef liðið ætlar sér að vera með í toppbaráttunni og eygja von um að komast upp í Pepsi deildinni næsta sumar.

 

Svo að endingu viljum við hvetja allt Haukafólk að mæta á völlinn og styðja við bakið á stelpunum næstkomandi miðvikudag kl. 20:00

 

Fréttir af mfl. kvenna í fótbolta

Heiða Rakel hefur spilað vel í byrjun mótsBikar ævintýrinu er lokið með 3-1 tapi á móti Álftanesi síðasta þriðjudag.

Leikurinn byrjaði ekki vel og fengu stelpurnar 2 mörk á sig úr föstum leikatriðum. Kristín Ösp klóraði í bakkann þegar staðan var 2-0 fyrir Álftanes. Haukastelpurnar fengu nokkur fín færi til að jafna, en fengu mark á sig undir lok leiks eftir að hafa bætt manni í sóknarleikinn til að reyna að ná í jöfnunarmarkið.

Á sunnudaginn kom fyrrum þjálfari Haukastelpnanna (Jón Stefán) með lið sitt Hamrana í heimsókn í deildinni.
Haukastelpurnar áttu mjög fínan leik og uppskáru sanngjarnan 5-0 sigur með mörkum frá Heiðu Rakel, Töru, Kristínu Ösp og Hildigunni og eitt markanna var sjálfsmark.
Hildigunnur er núna komin með 5 mörk í 3 leikjum fyrir Haukana.
 
Næsti leikur hjá þeim er á útivelli á móti Fjölni kl 20:00 á Fjölnisvellinum.