Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild

HaukarStjórn handknattleiksdeildar Hauka hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi við þjálfara meistaraflokks karla, Halldór Ingólfsson. Það var samkomulag á milli handknattleiks­deildar Hauka og Halldórs að hann léti nú þegar af störfum. Haukar vilja þakka Halldóri fyrir samstarfið og óska honum alls hins besta.
Náðst hefur samkomulag við Gunnar Berg Viktorsson um að hann taki að sér þjálfun liðsins út yfirstandandi keppnistímabil og að honum til aðstoðar verði Birkir Ívar Guðmundsson. Gunnar Berg hefur undanfarin misseri þjálfað unglingaflokka félagsins og mun hann halda því starfi áfram.
Handknattleiksdeild Hauka mun nýta næstu vikur til að leita að þjálfara fyrir næsta keppnistímabil.

Með bestu kveðju, Valdimar Óskarsson, formaður hkd Hauka.