Frækinn sigur í bikarnum

Meistaraflokkur karla lék sinn 3. leik í Visa – bikarnum en sá leikur var á móti Leikni frá Reykjavík. Leiknir leikur í 1. deild og voru fyrir leikinn í næstsíðasta sætinu en Hauka voru í fyrsta sæti í 2. deildinni, Leiknir hafði áður slegið út Selfoss en Haukar slegið út Skallagrím og Víking Ó. Þessi lið höfðu áður mæst tvívegis í vetur og Haukar haft betur í bæði skiptin.

Byrjunarlið Hauka var þannig skipað að Amir var í markinu, í vörninni voru Þórhallur Dan(fyrirliði), Óli Jón, Davíð E og Jónas. Á miðjunni voru Kristján Ómar og Goran svo á köntunum voru Hilmar Geir og Úlfar Hrafn. Í fremstu víglínu var Ásgeir Þór og fyrir aftan hann var Yared Yedeneskachew.

Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að sækja en sköpuðu sér aldrei nein dauðafæri. Í seinni hálfleik fóru hlutirnir að ganga en strax á 47. mínútu náði Einar Örn Einarsson að skora eftir að hann hafði náð boltanum eftir að Amir hafði varið. Eftir þetta mark fóru Haukar að sækja í sig veðrið og sóttu mjög stíft en þessi pressa bar árangur á 72. mínútu þegar Hilmar Geir skoraði eftir að Yared hafði fengið boltann inn í teig og gefið fyrir. Þrátt fyrir markið voru Haukar ekkert saddir og sóttu og sóttu og voru mun líkregri til að stela sigrinum en það gekk ekki því mörkin urðu ekki fleiri í venjulegum leiktíma og þurfti því að grípa til framlengingar.

Í fyrri hálfleik framlengingannar sóttu Leiknis menn mun meira en varnarlína Hauka stóðst álagið og fékk ekki á sig mark. Í seinni hálfleik voru Haukar mun betri enda fengu þeir smá vind í bakið, þegar allir voru farnir á undirbúa sig undir vítaspyrnukeppni tók Hilmar Geir til sinna ráða á 116. mínútu og skaut góðu skoti með vinstri fyrir utan teig og smurði boltann upp í samskeytin og allt ætlaði um koll að keyra í stúkunni. En ballið var ekki búið því hinn 16. ára gamli Ásgeir Þór fékk stungusendingu mínútu fyrir leikslok og nelgdi síðasta naglann í líkkistu Leiknis með því að skora snyrtilega og tryggja Haukum sigur 3 – 1.

Haukar eru því komnir áfram í bikarnum en ekki er ljóst hvaða liði þeir mæta. Í þessum leik var liðsheildin mjög góð en Hauka menn vörðust og sóttu sem ein heild. Það var þó einn maður sem var að spila sinn besta leik í sumar en það var Yared Yedeneskachew og tel ég hann því vera mann leiksins. Næsti leikur Hauka er föstudaginn 29. júní á móti Sindra á Höfn kl. 20:00 en næsti heimaleikur er fimmtudaginn 5. júní kl. 20:00 á móti Selfossi. Áfram Haukar!!!