Fögnum afmæli félagsins á morgun, 12. apríl, í samkomusal félagsins á milli kl. 17:00 og 18:00.

Enn einn merkisdagur í sögu okkar góða félags rennur upp á morgun, þriðjudaginn 12. apríl, en þá fögnum við 91 árs afmæli félagsins, en Knattspyrnufélagið Haukar var stofnað árið 1931. Af því tilefni er öllum Haukafélögum og velunnurum félagsins boðið að þiggja kaffiveitingar í samkomusalnum á milli kl. 17:00 og 18:00. Við getum glaðst á þessum góða degi yfir hversu vel félaginu hefur farnast á þessum áratugum frá stofnun félagsins. Ekki síst er það fagnaðarefni hversu vel okkur hefur tekist að byggja upp góðan og traustan félagsanda þar sem saman fer vilji til árangurs í íþróttum og samheldni og vinarhugur allra þeirra sem að félaginu standa. Þá er það mikið tilhlökkunarefni að í sumar verður ráðist í framkvæmdir við nýtt upphitað knatthús sem gjörbreytir allri aðstöðu iðkenda í knattspyrnu. Framtíðin er björt og rík ástæða til að fagna góðu og öflugu starfi félagsins á merkum tímamótum.

Áfram Haukar!