Flottur sigur Hauka á Skallagrími

Haukar unnu góðan sigur á liði Skallgríms í gær í Lengjubikar karla og hafa nú sigrað síðustu tvo leiki sem liðið hefur spilað. Haukar máttu hafa mikið fyrir sigrinum eftir frábæra byrjun en leikurinn endaði með minnsta mun 83-82.

Emil Barja og Guðmundur Kári Sævarsson léku ekki með liðinu þrátt fyrir að vera í búning á hliðarlínunni en báðir eiga við smávægileg meiðsli sem þeir eru að komast í gegn um. Emil var heldur ekki með gegn Þór á föstudaginn síðasta en vonast er til að þeir verði báðir klárir gegn ÍA næstkomandi föstudag.

Byrjun Hauka var hreint út sagt frábær og gerðu þeir fyrstu 10 stig leiksins. Liðið leiddi með 15 stigum eftir fyrsta leikhluta en þá tóku Borgnesingar við sér. Skallagrímsmenn komust yfir og náðu mest 10 stiga mun í seinni hálfleik en Haukar komu til baka og unnu á endanum eins og fyrr segir.

Sjá ýtarlegri umfjöllun á karfan.is.

Næsti leikur liðsins er á föstudaginn gegn ÍA í 1. deildinni og er leikið upp á Akranesi.