Flottur sigur á Selfossi

HaukarHaukarnir gerðu góða ferð austur fyrir fjall í kvöld og tóku öll stigin sem í boði voru heim í Fjörðinn. Mörk Hauka skoruðu þeir Hilmar Trausti, Brynjar Ben. og Hilmar Geir. Næsti leikur Hauka er á heimavelli, laugardaginn 1.júní gegn Fjölni. 

Haukar og Selfoss voru með jafn mörg stig fyrir leikinn og það var búist við hörkuleik milli liða sem hafa leikið ansi marga leiki innbyrðis undanfarin 7-10 ár. 

Eftir að Haukar hafi lent undir í byrjun leik rifu menn sig upp og eignuðu sér völlinn á Selfossi sem var rennblautur og iðagrænn. Hilmar Trausti Arnarsson fyrirliði Hauka kom síðan Haukum á kortið með aukaspyrnu langt utan af velli sem fór í gegnum allan pakkann og í stöngina og inn. Rennblautt grasið hafði þarna sitthvað að segja. Laglega gert.

Haukar voru síðan ekki hættir og komust yfir fyrir hálfleik. Brynjar Benediktsson sem lék á vinstri kantinum, sótti inn á miðjuna í átt að markinu, hafði nægan tíma og nýtti sér hann vel og skaut að marki og viti menn, boltinn í fjærhornið. Laglega gert. 

Þriðja mark Hauka kom síðan í byrjun seinni hálfleiks. Hilmar Rafn Emilsson vann þá einvígi gegn varnarmanni Selfoss. Lagði síðan boltann inn í teig þar sem Hilmar Geir Eiðsson var einn á auðum sjó og lagði boltann snyrtilega í markið. Laglega gert hjá nöfnunum.

 

Selfyssingar minnkuði síðan muninn þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum og var því mikil spenna á lokamínútum leiksins. En með Sigmar Inga í markinu er hægt að hafa það kosý í stúkunni því hann virðist vera með allt á hreinu. Hann varði í tví og/eða jafnvel þrígang meistaralega og síðan björguðu varnarmenn Hauka á línu undir lok leiks. Lokatölur 3-2 á Selfossi fyrir okkar menn og sex stig komin í hús í baráttunni um sæti í Pepsi-deildinni árið 2014.

 

Það losnaði loksins um markastífluna sem var komin í liðið en Haukar höfðu ekki skorað í síðustu tveimur leikjum. Það er virkilega jákvætt og hafa öll fimm mörk sumarsins komið frá fimm mönnum sem sýnir það að við eigum fullt af frambærilegum sóknarmönnum útum allan völl. 

Nú kemur smá pása í 1.deildinni og næsti leikur er eins og fyrr segir á Ásvöllum, laugardaginn 1.júní gegn Fjölni. Þangað fjölmenna allir Haukarar og taka þátt í ævintýrinu í sumar.

 

ÁFRAM HAUKAR!