Fjölmargar Haukastelpur í landsliðum Íslands

Það var mikið um að vera hjá ungum Haukastelpum um helgina en þá voru landsliðsæfingar hjá kvennalandsliðum Íslands í handbolta og áttu Haukar fjölmargar stelpur í þeim verkefnum.
Í U-15 ára landsliðinu áttu Haukar 7 fulltrúa en þar æfðu þær Agnes Ósk Viðarsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Hekla Ylfa Einarsdóttir, Mikaela Nótt Pétursdóttir, Nadía Líf Ágústsdóttir, Sonja Lind Sigsteinsdóttir og Viktoría Diljá Halldórsdóttir.
Í U-17 voru þær Chloe Anna Aronsdóttir og Margrét Björk Castillo.
Í U-19 var Alexandra Líf Arnarsdóttir.
Einnig æfði B-landslið kvenna og þar áttu Haukar 4 fulltrúa en þær Berta Rut Harðardóttir, Hekla Rún Ámundadóttir, Karen Helga Díönudóttir og Ragnheiður Sveinsdóttir. 
Auk þess var Elías Már á fullu sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs kvenna.