Fjöldi drengja til landsliðsæfinga í handbolta

HaukarMikil gróska er í handboltanum hjá Haukum og eru þar margir efnilegir íþróttamenn sem félagið er afar stollt af. HSÍ hefur vali nokkra af iðkendum Hauka í landslið sín og nú síðustu dagana hafa eftirfarandi verið valdir í landsliðshópa karla.

 

U – 16 ára  landslið karla. eru 3 leikmenn  frá Haukum sem mun leika í 4ra liða æfingamóti í Frakklandi 31. okt – 4. nóv. Ásamt Norðmönnum, Ungverjum og Frökkum. Þeir eru: Grétar Ari Guðjónsson, Leonarð Harðarson og Þórarinn Leví Traustason

U – 19 ára landslið karla eru 1 leikmaður frá Haukum sem tekur þátt í æfingamóti  í París dagana 2. – 4. nóv ásamt Þýskalandi, Frakklandi og Póllandi. Það er: Adam Haukur Baumruk.

Í æfingahóp hjá U – 21 árs landslið karla hafa 2 leikmenn frá  Haukum verið valdir.  Hópurinn mun æfa saman dagana 31. okt – 4. Nóvember. Þeir eru: Einar Ólafur Vilmundarson og Brynjólfur Snær Brynjólfsson

Einnig hefur verið æfingahópur hjá drengjum sem eru fæddir árið 1998 ( 4 fl. kk ).  Frá Haukum eru það tveir strákar en þeir eru: Heiðar Snær Rögnvaldsson og Einar Ólafur Valdimarsson.

Við óskum þessum drengjum til hamingju með áfangann og vonandi er þetta bara byrjunin á einhverju meiru hjá þeim!