Fimm leikmenn semja við meistaraflokk kvenna

Frá vinstri: Sunna Líf Þorbjarnardóttir, Dagrún Birta Karlsdóttir, Þórdís Eva Ágústsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Katrín Hanna Hauksdóttir.

Frá vinstri: Sunna Líf Þorbjarnardóttir, Dagrún Birta Karlsdóttir, Þórdís Eva Ágústsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Katrín Hanna Hauksdóttir.

Knattspyrnudeild Hauka skrifaði sl. laugardag undir samninga við fimm framtíðar leikmenn meistaraflokks kvenna sem allar eru uppaldar hjá félaginu. Leikmennirnir sem um ræðir eru Dagrún Birta Karlsdóttir og Sunna Líf Þorbjarnardóttir fæddar 1999 og Alexandra Jóhannsdóttir, Katrín Hanna Hauksdóttir  og Þórdís Eva Ágústsdóttir sem eru allar fæddar árið 2000.  Alexandra og Katrín hafa spilað fyrir yngri landslið Íslands og Dagrún, Sunna og Þórdís hafa verið í úrtökum fyrir verkefni hjá yngri landsliðum.

Meistaraflokkur kvenna spilar í 1. deild í sumar þar sem markmiðið er að komast í úrslitakeppnina en hópurinn samanstendur af ungum stúlkum þar sem helmingurinn er t.d. á 2. flokks aldri.

Eftir síðasta keppnistímabil tók nýtt þjálfarateymi við liðinu en það mynda þeir Kjartan Stefánsson og Jóhann Unnar Sigurðsson og hefur hópurinn æft vel í vetur. Knattspyrnudeild Hauka fagnar innilega samningum við þessar ungu og efnilegu stúlkur sem samræmist markmiðum okkar að uppistaða meistaraflokka félagsins séu uppaldir leikmenn.