FH-Haukar mfl.kvenna

Stelpurnar okkar nældu í tvö stig með frábærum sigri á FH í Kaplakrika í dag. Lokatölur 22-24.

Stelpurnar okkar byrjuðu herfilega, FH skoraði fyrstu fimm mörkin og staðan 5-0 og síðan 7-1 og 10-4 . Þá rumskuðu Haukastelpur aðeins og náðu að laga stöðuna fyrir leikhlé í 13-11.
Síðari hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri. Okkar stelpur engan vegin í takt við leikinn og FH jók muninn og náði mesti sjö marka forystu 20-13 og útlitið svart hjá Haukum. En það sannaðist í þessum leik eins og oft áður að úrslit eru ekki ráðin fyrr en lokaflautan gellur. Þegar um fimm mínútur voru eftir var staðan 22-17, stelpurnar okkar vöknuðu almennilega, sýndu í hvað þeim býr og fóru að spila vörn og náðu saman í sókninni. Þær skoruðu næstu fimm mörk og jöfnuðu í 22-22 þegar rúm mínúta var eftir. Bættu síðan tveimur við og unnu frábæran sigur 22-24

FH-Haukar mfl.kvenna

Stelurnar okkar mættu í Kaplakrika í kvöld og höfðu sigur á móti FH, lokatölur 20-22.

FH byrjaði leikinn betur og voru með yfirhöndina framan af hálfleik, en stelpurnar okkar gáfust ekki upp og jöfnuðu rétt fyrir leikhlé. Í síðari hálfleik voru Haukar að mestu með frumkvæðið en þó ekki nema eitt mark. Það var ekki fyrr en rétt undir lok leiks að þær náðu 2ja marka forskoti og lönduðu síðan glæsilegum sigri.

FH-Haukar mfl.kvenna

Góður sigur hjá stepunum er þær unnu FH 23-24 í Kaplakrika í dag. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og staðan 12-14 í hálfleik. Stelpurnar okkar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og var staðan orðin 14-21 þegar um 12 mínútur voru liðnar. Þá fór allt í baklás og skoruðu þær ekki nema 3 mörk þessar 18 mín. sem eftir voru leiks. Það dugði þó til og frábær sigur í lokin.

Nokkrar myndir frá leiknum eru komnar í myndasafnið. Hægt er að smella líka á myndina sem fylgir fréttinni.