Erla, Mikaela og Viktoría spiluðu sinn fyrsta U16 landsleik

Þrjár Hauka-stelpur spiluðu í dag sinn fyrsta U16 landsleik fyrir Ísland þegar liðið mætti Búlgaríu og sigraði 6-0.  Leikurinn fór fram í Króatíu og er liður í UEFA móti.

Erla Sól Vigfúsdóttir var í byrjunarliði Íslands í leiknum og svo komu þær Viktoría Diljá Halldórsdóttir og Mikaela Nótt Pétursdóttir inn á í síðari hálfleik.

Knattspyrnudeild Hauka óskar þeim Erlu, Mikaelu og Viktoríu innilega til hamingju með þeirra fyrsta U16 landsleik.

Áfram Haukar!

Erla, Viktoría og Mikaela