Enn eitt tapið á heimavelli

Lánleysi Hauka hélt áfram í kvöld þegar þær fengu KR í heimsókn í sjöttu umferð Dominosdeildar kvenna. 75-50 Sigur KR var aldrei í uppnámi og juku þær forskot sitt í hverjum leikhluta.

Ekkert var að ganga upp hjá Haukum í kvöld og voru þær einungis með 25% skotnýtingu í leiknum þrátt fyrir fullt af opnum og góðum færum. Boltinn hreinlega vildi ekki ofan í körfuna. Einnig gengur illa að vinna leiki þegar einungis tveir leikmenn leiða sóknina en Siarre Evans var stigahæst með 25 stig, Gunnhildur þar næst með 12 stig og næsta á blað var Jóhanna með einungis 4 stig.

Nánari umfjöllun á karfan.is