Emil og Auður mikilvægust hjá körfunni

emil-audurLokahóf kkd. Hauka var haldið hátíðlegt nú á dögunum og tímabilið gert upp hjá meistaraflokki karla, meistaraflokki kvenna og B liði karla. Alls voru 28 verðlaun og viðurkenningar afhent í ár í átta flokkum og Björk Jakobsdóttir hélt uppi stemningunni.

Þau Emil Barja og Auður Íris Ólafsdóttir voru valin mikilvægustu leikmenn sinna liða og Kári Jónsson og Sylvía Rún Hálfdanardóttir efnilegust. Auður og Emil voru svo einnig valin sem leikmenn ársins að mati stuðningsmanna.

Sigurður Þór Einarsson og Auður Íris Ólafsdóttir voru svo valin bestu varnarmenn og Haukur Óskarsson og Þóra Kristín Jónsdóttir þóttu hafa náð mestum framförum á tímabilinu.

Haukar B fengu sínar viðurkenningar og var Kristinn Bergmann Eggertsson valinn Dugnaðarforkur B liðisins þegar hann hlaut Old Spice leikmaður ársins. Stefán Þór Borgþórsson fékk svo viðurkenningu fyrir að hafa hæst á æfingu án þess að eiga inni fyrir því og hreppti „Bylur hæst í tómri tunnu“ verðlaunagripinn.

Átta leikmenn spiluðu sinn fyrsta leik fyrir klúbbinn í vetur og voru það Anna Lóa Óskarsdóttir, Atli Rafn Ómarsson, Brynjar Ólafsson, Hanna Þráinsdóttir, Ívar Alexander Barja, Kristín Helgadóttir, Magdalena Gísladóttir og Rakel Rós Ágústsdóttir sem fengu viðurkenningu fyrir fyrsta leik.

Alex Óli Ívarsson, Dagbjört Samúelsdóttir og Kristinn Marinósson fengu viðurkenningu fyrir 100 spilaða leiki fyrir félagið, Auður Íris Ólafsdóttir og Helgi Björn Einarsson fengu viðurkenningu fyrir 150 spilaða leiki, Emil Barja og Sigurður Þór Einarsson fengu viðurkenningu fyrir 200 spilaða leiki og að endingu fékk Guðrún Ósk Ámundadóttir viðurkenningu fyrir 250 spilaða leiki.

Ívar Ásgrímsson fékk svo útprentaða mynd af sér frá Axel Finni Gylfasyni ljósmyndara.