Elías Már skrifar undir samning

Elías Már Halldórsson, einn af örvhentu hornamönnum meistaraflokks Hauka hefur skrifað undir 2ja ára samning við Hauka.
Elías Már kom til Hauka um áramótin eftir að hafa spilað í Þýskalandi hjá Empor Rostock.
Áður spilaði Elías Már hjá HK og Stjörnunni.

Þetta eru mikil gleði tíðindi enda átti Elías Már mikinn þátt í velgengni Hauka á tímabilinu og fór á kostum í nokkrum leikjum í vetur. Það verður því mikil samkeppni um hægra hornið næsta tímabil, en áður hafði Einar Jónsson skrifað undir samning við Hauka en hann er að koma heim úr atvinnumennsku. Svo má ekki gleyma Þresti Þráinssyni sem lék að mestum hluta í hægra horninu fyrir jól, en Þröstur er til að mynda í unglingalandsliði Íslands.

    – Arnar Daði Arnarsson skrifar.