Eitt stig í gær

Haukar Í gær fór fram leikur Hauka og Gróttu. 

Fyrir leikinn sátu Haukastúlkur í 8. sæti en með sigri hefðu þær getað deilt sjöunda sætinu með FH.

 

Haukastelpur byrjuðu leikinn af krafti. Þær komust í 8-4 en þá vöknuðu Gróttustelpur og komust framúr.  Þær náðu mest þriggja marka forystu en Haukastelpur náðu að minnka muninn niður í eitt mark fyrir leikhlé. Staðan var þá 14-15 Gróttu í vil.

Seinni hálfleikur var nokkuð kaflaskiptur. Liðin skiptust á að taka ná forystu en Haukar fóru mest þremur mörkum framúr 26-23. Lokamínúturnar voru æsispennandi en í stöðunni 31-30 fengu Gróttustelpur víti þegar aðeins um tuttugu sekúndur voru eftir. Þær skoruðu úr vítinu en munaði litlu að Vigdís næði að verja. Þar með lauk leiknum 31-31

Þrátt fyrir að hafa viljað ganga út með tvö stig í vasanum var eitt stig betra en ekkert. 

Markahæstar voru Erla, Karen og Þórunn allar með 6 mörk. Næst kom Gunnhildur með 4, Sandra Sif með 3, Þórdís og Katerina með 2 og Viktoría og Hekla með 1.

Vigdís, sem kom í markið í stað Bryndísar sem er frá vegna meiðsla, varði 11 skot, þar af eitt víti. 

Við fengum á okkur 6 brottvísanir, Katerina þar af þrjár og fékk þvi rautt spjald. 

Næsti leikur er á laugardaginn klukkan 13:00 á Ásvöllum. Þar fáum við í heimsókn ÍBV, en þær eru í fimmta sæti.