Ein umferð eftir á Skákþinginu

Jæja, þá er þetta að vera búið. Stefán Freyr gerði í gær jafntefli við Jón Viktor. Hann náði að snúa á Jón í frekar erfiðri stöðu, að mér fannst, með snjöllu trikki, og það þrátt fyrir að vera í miklu tímahraki. Hann tefldi síðan vel í tímahrakinu og sættist á jafntefli, og mátti Jón þakka fyrir þá nýjársgjöf frá Stefáni, sem hefur teflt vel í mótinu. Varði gerði jafntefli við Torfa Leósson, sem aldrei þessu vant var ekki kominn í tímahrak eftir 10 leiki. Hann hefur líka staðið sig mjög vel í mótinu. Það var frestað hjá Sverri Erni og Hrannari Bald., Heimir og Sverrir Þorgeirsson unnu, Daníel tapaði, Ingi Tandri vann…og ef ég gleymi einhverjum helgast það af því, að ég þekki ekki alla félaga Hauka.

En a.m.k.: Í heildina mjög góður árangur hjá Varða og Stefáni, en upp og ofan að öðru leyti, þó plúsarnir séu fleiri en mínusarnir.