Dregið í Evrópukeppninni í handbolta í fyrramálið

Haukar

Mfl. karla í handbolta tekur þátt í Evrópukeppni í ár eins og mörg undanfarin ár. Spilað er í EHF keppninni eins og í fyrra.  ÍBV þátt í þessari keppni í ár líka. 

Dregið er á morgun, kl. 09:00 að íslenskum tíma í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg. Hægt er að horfa á dráttinn á netinu í gegnum heimasíðu EHF.  Hlekkur á dráttinn er eftirfarandi:
http://www.eurohandball.com/article/19999

Spennandi verður að sjá hvaða lið Haukar fá í fyrstu umferð en stysta ferðlagið er til félaga okkar í Eyjum, en það lengsta er sjálfsagt að fara til fáum Dynamo Astrakahn í Rússlandi. Nú er bara að krossleggja fingur og vona það besta.

Fyrsta umferð fer fram helgarnar 6-7 og 13-14 september, þannig að það styttist í að handboltavertíðin hefjist. Strákarnir okkar hófu æfingar fyrir komandi átök í síðustu viku.

 Liðin sem við getum fengið:

 

 

AUT Bregenz Handball

BLR HC Gomel

CRO RK Dubrava

CZE Talent M.A.T. Plzen

EST HC Kehra

GRE A.C. Diomidis Argous

HUN Oroshazi FKSE-Linamar

ISL IBV

LUX Handball Kaerjeng

MKD HC Zomimak-M

NED OCI-Lions

ROU HC Potaissa Tudra

RUS Dinamo Astrakhan

SRB RK Zeleznicar 1949 Nis

SUI HC Kriens-Luzern

SVK HK Topolcany

TUR Bursa Nilüfer BK