Dregið í bikarkeppni yngri flokka

Dregið hefur verið í forkeppni að 16-liða úrslitum í bikarkeppni yngri flokka.

Strákarnir í 10. flokki þurfa að taka þátt í forkeppninni en þeir fá heimaleik gegn Fjölni-B.

Forkeppni þurfti að fara fram í tveimur flokkum, 9. flokki karla og 10. flokki karla.

Dagsetning fyrir leikinn verður kynnt síðar.

Mynd: stefan@haukar.is

Dregið í bikarkeppni yngri flokka

Í hádeginu í dag var dregið í bikarkeppni yngri flokka.

Í 2.flokki karla senda Haukar til keppni eitt lið. Það lið situr hjá í 16 liða úrslitum og eru því komnir í 8 liða úrslit.

Í unglingaflokki karla senda Haukar til keppni tvö lið, Haukar 1 og Haukar 2. Lið Hauka 1 mætir liði Víkings á útivelli og lið Hauka 2 mætir liði KA á heimavelli. Leikirnir verða í viku 48, 26. nóvember – 2.desember. Þessir leikir eru í 16 liða úrslitum.

Í unglingaflokki kvenna senda Haukar einnig til keppni tvö lið, Haukar 1 og Haukar 2. Lið Hauka 1 mætir liði ÍBV og lið Hauka 2 mætir liði ÍR. Báðir leikirnir fara fram á heimavelli Leikirnir fara fram einnig fram í viku 48. Þessir leikir eru í 16 liða úrslitum.

Í 4.flokki karla senda Haukar til keppni tvö lið, Haukar A og Haukar B. Lið Hauka A mætir liði Víking á útivelli og lið Hauka B mætir liði Gróttu á heimavelli. Leikirnir fara fram í viku 44, 5.-11. nóvember. Þessir leikir eru í 32 liða úrslitum.

Í 4.flokki kvenna senda Haukar tvö lið til keppni, Haukar A og Haukar B. Haukar A mætir liði ÍR á útivelli og lið Hauka B mætir liði Selfoss á heimavelli. Leikirnir fara einnig fram í 44. viku. Þessir leikir eru í 32 liða úrslitum.

Ekki eru komnar endanlegar dagsetningar á leikina en þær koma fljótlega. Þegar dagsetningarnar koma munum við að sjálfsögðu koma með það á síðuna.

ÁFRAM HAUKAR!!