Dotnar út úr úrslitakeppni

Í gær var seinni viðureign Hauka og Þór/KA/KS á Akureyrarvelli.

Mikil rigning tók á móti hópnum þegar komið var til Akureyrar, völlurinn var fínn en mjög blautur.

Haukastúlkur byrjuðu leikinn mjög vel og strax á 16 mínutu skoruðu Haukastúlkur, var þar að verki Linda Rós Þorláksdóttir eftir fyrirgjöf frá Þórdísi Pétursdóttur. Staðan 0-1. Rúmum 10 mínutum seinna náðu Þór/KA/KS-stúlkur að jafna.

Staðan í hálfleik var 1-1.

Seinni hálfleikur var ekki eins góður og sá fyrri hjá Haukastúlkunum. Á rúmum 20 mínutna kafla náðu Þór/KA/KS-stúlkur að skora 4 mörk. Reyndar náði Linda Rós Þorláksdóttir að skora eitt mark í millitíðinni en af óskiljanlegum ástæðum dæmdi dómarinn það ekki gillt vegna rangstöðu.

Lokatölur 5-1.

Lið Haukastúlkna að þessu sinni var þannig skipað:

Petra

Saga Magga Allý Fríða

Þórdís Dagbjört Chris Bjarney(Lena)

Björg(Björk) Linda(f)

Í úrslitaleik um að komast upp í úrvalsdeild mætast því Fylkir og Þór/KA/KS.

Þrátt fyrir að Haukastúlkur hafi tapað báðum leikjum sínum í úrslitakeppninni hafa þær náð frábærum árangri þetta sumarið.

Allar stúlkurnar í meistaraflokkinum eru mjög ungar og bjóst enginn við að þær myndu ná að komast þetta langt. Að sjálfsögðu er stefnan sett enn hærra næsta sumar og verður mjög spennandi að sjá hvernig þær munu standa sig.

Áfram Haukar!