Denis nokkur Curic í Hauka!

Hinn geðþekki slóvenski framherji Denis Curic hefur ákveðið að snúa sér að knattspyrnu iðkun með Haukum. Denis Curic lék á síðasta tímabili með Hetti frá Egilsstöðum.

Denis gerir eins árs samning við Hauka.

Á síðasta tímabili var Curic sjötti markahæsti leikmaður 2.deildarinnar en hann skoraði 9 mörk í 18 leikjum. Curic var einnig valinn í lið deildarinnar að loknum tímabilinu.

Denis Curic er því þriðji erlendi leikmaðurinn sem Haukar fá til liðs við sig en hinir voru þeir Philip Fritschmann (varnarmaður) og Marco Kirsch (miðjumaður).

Það er greinilegt að Haukaliðið ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili en það eru einungis fjórir mánuðir í fyrsta leik í Íslandsmótinu.

Strákarnir eru búnir að spila 3 æfingarleiki á tímabilinu, sigurleikur gegn Reyni Sandgerði fyrir 3 vikum, tap gegn Hetti í gær og jafntefli gegn Aftureldingu fyrir jól.

Fréttir af leikmannamálum og/eða æfingarleikjum verða birtar hér á síðunni við fyrstu hendi.