Coca Cola bikarinn: 8-liða úrslit mfl. kvk.

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson (tekin af handbolti.is)

Meistaraflokkur kvenna er kominn í 8-liða úrslit Coca Cola bikarsins eftir glæsilegan sigur á fersku liði Ír síðastliðið föstudagskvöld. Leikurinn var jafn framan af og var staðan í hálfleik 11-13 Haukum í vil. Haukastelpur mættu af fullum krafti í seinni hálfleik og tókst að auka forskotið enn frekar og endaði leikurinn 22-27.

Mörk Hauka: Ásta Björt Júlíusdóttir 8, Birta Lind Jóhannsdóttir 5, Natasja Anjodóttir Hammer 4, Karen Helga Díönudóttir 3, Elín Klara Þorkelsdóttir 2, Rósa Kristin Kemp 2, Anna Lára Davíðsdóttir 1, Berglind Benediktsdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.

Haukastelpur eru því komnar í 8-liða úrslit Coca Cola bikarsins og mæta Fram á morgun, þriðjudag, á Ásvöllum kl. 19:30. Það er því gríðarlega mikilvægt að Haukafólk mæti og styðji stelpurnar enda erfiður leikur framundan gegn gríðarsterku liði Fram.

ÁFRAM HAUKAR