Chavis Holmes í Hauka

HaukarHaukar hafa fengið til liðs við sig nýjan erlendan leikmann í körfuboltanum, sá heitir Chavis Holmes og er bakvörður. Holmes kemur í stað Hayward Fain sem varð fyrir því óláni að meiðast illa og verður því frá út leiktíðina. Eflaust kannast margir sem fylgjast með íslenskum körfubolta vel við nafnið Holmes, enda hefur leikmaður að nafni Travis Holmes farið mikinn í liði Njarðvíkur í vetur. Chavis og Travis bera ekki sama eftirnafn fyrir tilviljum því þeir eru tvíburabræður og nú er bara að vona fyrir okkur Haukaliðið að við höfum nælt þarna í leikmann sem er jafn öflugur og bróðir hans í Njarðvík.

Chavis Holmes mun spila sinn fyrsta leik fyrir Hauka á morgun, þegar liðið heldur á Sauðárkrók og mætir Tindastól í Iceland Expressdeildinni.