Skákþing Hafnarfjarðar 3 umf. lokið

Alls eru 20 keppendur með í Skákþingi Hafnarfjarðar og er mótið mjög sterkt. Stigahæsti keppandinn er Björn Þorfinnsson og leiðir hann mótið ásamt Hrannari Baldurssyni sem sigraði Sigurð Daða Sigfússon í 3. umf. Auk Hrannars er Sverrir Þorgeirsson að standa sig með mikilli prýði og sigraði Stefán Frey Guðmundsson auk þess að gera jafntefli við […]

Skákæfing 4.janúar 2005

Bræðurnir Björn Freyr Björnsson og Sverrir Örn Björnsson sigruðu á fyrstu æfingu ársins sem fram fór í gærkveldi. Þátttaka var nokkuð góð, eða 17 manns. Óhætt er að segja að þeir bræður hafi verið í nokkrum sérflokki í keppninni um 1.sætið, sem og þeir Stefán Freyr og Þorvarður í keppninni um 3.sætið. Úrslit urðu annars […]

Barnaæfingar næsta þriðjudag

Barna og unglingaæfingar hefjast aftur eftir jólafrí þriðjudaginn 11. janúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir að tíminn fari að nokkru í að undirbúa sérstaklega þá sem eru 10 ára og yngri (94 og síðar) undir íslandsmót barna sem verður á laugardegi og sunnudegi helgina eftir.

4 skráðir nú þegar í SÞH.

Já nú þegar eru 4 skráðir til leiks í SÞH. Þetta eru þeir feðgar Páll Sigurðsson og Svanberg. Káti Biskupinn Sveinn Arnarson og svo Garðbæingavesturbæingurinn Jóhann Helgi Sigurðsson.

Skákþing Hafnarfjarðar.

Skákþing Hafnarfjarðar. Skákþing Hafnarfjarðar 2004 fer fram dagana 7-9/1 2005 Teflt verður í Álfafelli, Íþróttahúsinu Strandgötu. (Staðsetning gæti breyst) Teflt verður eftir Swiss Monrad. Föstudaginn 7/1 verða tefldar 3 atskákir með umhugsunartímann 25 mín, og hefst taflið kl. 19.00. Laugardaginn 8/1 verða tefldar 2 skákir með umhugsunartímann 1,5 á 30 leiki og 30 mín til […]

Heimir Skákmaður Hauka 2004!

Heimir skákmaður Hauka 2004 Skákmaður Hauka verður tilnefndur í þriðja sinn núna á gamlársdag. Skákmaður Hauka 2004 er Heimir Ásgeirsson. Heimir hefur verið einn traustasti skákmaður Hauka frá stofnun deildarinnar. Hann hefur ekki tapað kappskák í Íslandsmóti skákfélaga fyrir Hauka. Heimir var fyrsti skákmaður Hauka til að vinna sér inn keppni í landsliðsflokki þegar hann […]

Skákæfing 28.desember.

Páll Sigurðsson og Þorvarður F. Ólafsson sigruðu á síðustu æfingu ársins, sem fram fór í gærkveldi. Þátttakendur voru 13. Gaman var að sjá nýtt andlit, Garðbæinginn Sindra Guðjónsson, og vonandi að hann komi til með að mæta sem oftast. Páll byrjaði á því að leggja Varða (í Skandinavanum) í 1.umferð og fylgdi því eftir með […]

Gleðileg Jól Haukamenn!!!

Undirritaður óskar fyrir hönd Skákdeildar Hauka, og minnar eigin, öllum Haukamönnum og fjölskyldum ykkar Gleðilegra Jóla. Hafið þið það gott um jólin. Sjáumst milli jóla og nýárs. Jólakveðja, Auðbergur/Aui