Barnaæfingar hefjast aftur

Næstkomandi þriðjudag 6. september kl. 17.15 til kl. 18.45 verður 1. barnaæfing vetrarins. Reiknað er með að krakkarnir á æfingum séu á barnaskólaaldri og kunni helst mannganginn en þó er það ekki skilyrði. Ef fjöldi er mikill þarf ef til vill að skipta upp æfingunum. Ef unglingar á aldrinum 13-16 ára eru nægilega margir þá […]

Skákæfing 23.ágúst 2005

Hrannar Baldursson sigraði á fyrstu skákæfingu Hauka, sem haldin var á þriðjudagskvöldið sl. Þátttakendur voru 10 og tefldum við tvöfalda umferð. Eins og í áskorendaflokknum, sem lauk fyrir skemmstu, tókst undirrituðum að komast taplaus í gegnum æfinguna. Átta jafntefli er þó eitthvað sem hann þarf að taka til alvarlegrar athugunar. :o/ 1. Hrannar Baldursson 15v. […]

Haukamenn að standa sig á Skákþingi

Haukamenn áttu frábært mót á Skákþingi Íslands sem er nýlokið. Heimir Ásgeirsson og Snorri Bergsson tefldu í Landsliðsflokki og er ekki neinn hallað að segja að Heimir hafi verið maður mótsins. Heimir fékk 5,5 vinninga og lenti í 6. sæti, eða 50% þrátt fyrir að vera langstigalægsti maður mótsins. Til hamingju Heimir frábær árangur og […]

Haukamótið í golfi 2005

Minni á Haukamótið í golfi sem haldið verður á Hvaleyrarvelli föstudaginn 19.ágúst nk. Skráning á www.keilir.is eða í golfskálanum í síma 565-3360. Kv, Mótsnefnd

Haukamenn í Landsliðsflokki.

Haukar eiga 2 menn í Landsliðsflokki í skák sem fer fram dagana 11-21/8. Þetta eru þeir Heimir Ásgeirsson og Snorri G. Bergsson. Við óskum þeim að sjálfsögðu góðs gengis. Áfram Heimir og Snorri.

Sverrir Þorgeirsson að standa sig

Í 11. og síðustu umferð á Heimsmeistaramóti Barna og unglina tefldi Sverrir við mjög erfiðan andstæðing eða Argentínumanninn ALZA Agustin sem hefur heil 2167 skákstig. Skákin endaði með jafntefli og endaði Sverrir því með 5,5 vinning sem er töluverð bæting frá í fyrra og auk þess besti árangur Íslands en reyndar náðu þeir Dagur Arngrímsson […]

Sverrir stendur sig best Íslendinga

Þegar þetta er skrifað er lokið 10 umferðum af 11 á Heimsmeistaramóti Ungmenna en síðasta umferðin verður tefld í dag. Sverrir hefur nú 50% vinningshlutfall eða 5 vinninga af 10 mögulegum. Hins vegar narta íslensku krakkarnir flest í hælana á honum því amk. 5 krakkar hafa 4,5 vinning. Gegngi Sverris frá 6 umf. 7. [3] […]

Sverrir með ágætis frammistöðu á HM

Þegar 6 umferðum er lokið þá hefur Sverrir alls 3 vinninga. og hefur staðið sig næst best af íslendingum í mótinu. Sverrir hefur orðið mikla reynslu af þessum mótum enda 2. sinn sem hann tekur þátt í mótinu og hefur oft tekið þátt í Norðurlandamótum. Gengi Sverris til þessa: 1. SALGADO LOPEZ Ivan 2340 ESP […]