Barnaæfingar hefjast aftur

Næstkomandi þriðjudag 6. september kl. 17.15 til kl. 18.45 verður 1. barnaæfing vetrarins.

Reiknað er með að krakkarnir á æfingum séu á barnaskólaaldri og kunni helst mannganginn en þó er það ekki skilyrði. Ef fjöldi er mikill þarf ef til vill að skipta upp æfingunum.

Ef unglingar á aldrinum 13-16 ára eru nægilega margir þá eru séræfingar hugsanlegar.

Æfingarnar fara þannig fram að stundum er tefld hraðskák 5-10 mínútur og stundum er reynt að kynna krökkunum helstu byrjanir, grunntækni í endatöflum og annað úr skákflórunni. Reglulega munum við þó brjóta upp formið og skemmta okkur eða halda mót með verðlaunum.

Þátttaka er eins og áður ókeypis og æfingarnar verða frá kl. 17.15 til 18.45 í vetur.

Aðalþjálfari í vetur eins og í fyrra verður Páll Sigurðsson. s. 861-9656.

Til að skrá sig er nóg að mæta á æfingu og skrá viðkomandi.