Það voru Haukamenn sem stálu senunni á hraðskákmóti Reykjavíkur sem fram fór í gærkveldi. Davíð Kjartansson bar sigur úr bítum og er hraðskákmeistari Reykjavíkur 2007. Davíð hlaut 6,5 vinning úr 7 skákum. Mótið gat ekki byrjað betur fyrir Davíð því strax í 1.umferð lagði hann af velli nýbakaðan skákmeistara Reykjavíkur, Hafnfirðinginn Sigurbjörn Björnsson. Það var […]