Úrslit æfingarnar þann 23. jan.

Það var frekar slæm mæting, en aðeins 6 mættu, tekin var tvöföld umferð. Hún endaði með því að Varði og Jón urðu efstir, báðir með 8 vinninga. En úrslitin í heild sinni voru svona: 1.-2. sæti Jón og Varði með 8 v. 3. Ingi með 7 v. 4. Aui með 5 v. 5.-6. Kristján og […]

Æfing fellur niður

Ákveðið hefur verið að fella niður æfinguna 30. janúar vegna landsleiks Íslands og Danmerkur. Næsta æfing verður þriðjudaginn 6. febrúar kl: 19:30.

Jón Hákon Richter með góðan árangur

Jón Hákon náði frábærum árangri á Íslandsmóti Barna sem haldið var í gær, laugardaginn 27. janúar. Jón fékk 6 vinninga af 8 mögulegum og lenti í 4-9 sæti af 68 keppendum sem er hreint frábært. Fleiri keppendur komu úr Haukum og má sjá árangur þeirra á heimasíðu mótsins http://www.skaksamband.is/index.php?option=content&task=view&id=354&Itemid=185 Þar eru einnig myndir frá mótinu.

Skemmtikvöld.

Þá er komið að skemmtikvöldi Skákdeildar Hauka. Skemmtunin verður á laugardagskvöldið kl. 20. Þetta verður hefðbundin skemmtun og er verði stillt í hóf eða 2.000 krónur. Innifalið er pizza og hefðbundnar veigar á meðan birgðir endast. Skemmtunin verður á Ásvöllum. Allir velunnarar Hauka 20 ára og eldri velkomnir. Vinsamlegast látið vita í síma 821-1963 eða […]

Barnaæfingar hefjast á þriðjudag

Æfingar fyrir börn og unglinga halda áfram núna eftir jól og hefjast í næstu viku þann 8.janúar kl. 17 í Íþróttahúsinu. Eins og áður verða æfingarnar tvískiptar. frá 17-18 fyrir þá sem eru byrjendur og 9 ára og yngri en frá kl. 18-19 fyrir aðra.

Davíð er skákmaður Hauka 2006

Skákmaður Hauka 2006 er Fidemeistarinn Davíð Kjartansson ELOstig 2288. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Davíð verið með sterkustu skákmönnum íslands undan farin ár. Davíð átti gott skákár sem að náði hápunktinum þegar hann vann áskorendaflokk Ís landsmótsins í skák. Davíð sýndi mikið öryggi og fékk 8 vinninga af 9 mögulegum. Davíð vann sér inn rétt […]

Skákæfing 19.desember.

Einungis 5 mættu á lokaæfinguna fyrir jól. Við ákváðum þó að gera gott úr þessu og tókum tvöfalda umferð. Lokastaðan varð eftirfarandi: 1. Varði 8 af 8. 2. Aui 6 3-4. Gísli 3 3-4. Marteinn 3 5. Rúnar 0

Skákæfing 28.nóvember 2006

Heldur var hún nú dræm mætingin á æfinguna í kvöld. Einungis 6 manns létu sjá sig og tókum við tvöfalda umferð. Lokastaðan varð eftirfarandi: 1. Þorvarður Fannar 9,5 af 10 2. Jón Magnússon 7,5 3. Stefán Pétursson 7 4. Guðmundur Guðmundss. 3 5. Ragnar Árnason 2,5 6. Kristján Ari 0,5 Varði hafði fullt hús fyrir […]

Haukar í 2. sæti.

Skákdeild Hauka varð um síðustu helgi í 2. sæti í Bikarkeppninni í atskák. Haukar slógu út á leið sinni meðal annars Skákdeild Fjölnis og íslandsmeistara Taflfélags Reykjavíkur. Haukar tefldu síðan á móti Taflfélaginu Helli, sem að er sterkasta lið landsins um þessar mundir. Það var hnífjafnt og fóru leikar svo að lokum að Hellir vann […]