Keflavík – Haukar í Dominos deildinni í kvöld

Haukastrákarnir munu spila síðasta leik sinn fyrir jólafrí í kvöld er þeir fara til Reykjanesbæjar og etja kappi við Keflvíkinga kl. 19:15. Haukarnir geta með sigri tryggt sér þriðja sætið í deildinni og eru allir ákveðnir í því að halda áfram sigurgöngunni en þrír síðustu leikir liðsins hafa unnist.  Strákarnir sýndu sparihliðarnar í síðasta leik […]

Stórleikur í Dominsodeild. Haukar – Tindastóll

Stórleikur verður í Schenkerhöllinni í kvöld kl. 19:15 er liðin í öðru og þriðja sæti mætast í 10. umferð Dominosdeildar. Tindastóls menn koma í heimsókn en nýliðarnir hafa verið að spila mjög vel það sem af er tímabilinu og sitja í öðru sæti deildarinnar með átta sigurleiki og eitt tap. Haukarnir eru í þriðja sæti […]

Fjarðarkaup býður þér á Haukar – Tindastóll

Suðkrækingar koma í heimsókn í Schenker-höllina í kvöld þegar Haukar og spútniklið Tindastóls takast á í Domino’s deild karla. Um sannkallaðan toppslag er að ræða en liðin sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Stólarnir hafa farið vel af stað í deildinni í vetur og aðeins tapað einum leik í deildinni en liðið kom upp í […]

Haukar – Breiðablik í kvöld kl. 19:15

Haukastúlkur fá Breiðablik í heimsókn í kvöld í Dominos deild kvenna kl. 19:15. Búast má við skemmtilegum og jöfnum leik ef horft er til síðasta leiks þessar liða en þá höfðu Haukastúlkur sigur eftir að hafa verið undir alveg fram að fjórða leikhluta. Í fjórða leikhluta sýndu stelpurnar loks hvað þær geta og völtuðu yfir […]

Hamar – Haukar í Hveragerði kl 19:15

Haukastelpur fara í heimsókn til Hveragerðis og eiga leik við Hamar 19:15 í kvöld. Með sigri halda þær 3. sæti deildarinna. Valur og Grindavík eru við hælana á Haukum í 4. og 5. sæti þannig að sigur er mikilvægur í toppbaráttunni. Haukastelpurnar eru búnar að tapa tveim leikjum í röð og því er mikilvægt að […]

Haukar – Grindavík sunnudagskvöld kl. 19:15

Haukastelpur taka á móti Grindvíkingum í kvöld, sunnudagskvöldið 30 nóvember, kl. 19:15 í Schenkerhöllinni. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið en Haukar hafa tapað síðustu tveim leikjum á moti toppliðum deildarinnar og geta með sigri komið sér aftur í toppbaráttuna en Grindvíkingar geta með sigri jafnað Haukana að stigum. Haukar unnu fyrsta leik þessa […]

Haukar – Njarðvík í kvöld kl. 19:15

Grænklæddir Njarðvíkingar kíkja í heimsókn í Schenkerhöllina í kvöld og munu etja kappi við heimamenn í 8. umferð Dominos deildarinnar. Bæði lið hafa unnið fjóra leiki og tapað þrem og sitja í 6 og 7 sæti og því má búast við harðri baráttu á milli tveggja góðra liða. Þessi lið háðu skemmtilega og jafna viðureign […]

Góður árangur yngri flokka í körfunni

Yngri flokkar körfunnar hafa staðið sig vel það sem af er vetri og er ljóst að það er mikil gróska í yngri flokka starfi deildarinnar og hefur árangurinn ekki látið á sér standa. 8. flokkur kvenna var að spila í B riðli í Hveragerði um helgina og gerði sér lítið fyrir og unnu alla sína […]

Meistaraslagur í kvöld

Bikarmeistarar Hauka fá Íslandsmeistarana úr Hólminum í heimsókn í kvöld kl. 19:15 í Dominos deild kvenna. Liðin sitja á toppi deildarinnar og því má búast við hörku leik tveggja góðra liða. Haukastúlkur hafa unnið síðustu sex leiki en lágu á útivelli á móti Snæfell í fyrstu umferð. Bæði lið eru með 6 sigra og sitja […]