Tvöfaldur sigur á Suðurlandi

Meistaraflokkur karla og kvenna í körfubolta voru að keppa í gærkvöldi. Haukastelpur sóttu Hamar heim og unnu 63-72 og sitja enn á toppi A-riðils Iceland Express-deildar kvenna.  Myndir úr leiknum á Karfan.is Haukastrákar komust á sigurbraut með sigri á Laugdælum 64-79. Eftir að hafa tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í 1. deild eru […]

Naumt tap fyrir Hrunamönnum

Haukar töpuðu fyrir Hrunamönnum í kvöld í hörkuleik 75-78 á Ásvöllum. Leikurinn var í járnum allan tímann og liðin skiptust á að hafa forystuna þó Haukar höfðu ávallt frumkvæðið í leiknum. Á lokasprettinum reyndust gestirnir sterkari en þeir voru baneitraðir á vítalínunni og kláruðu leikinn þar. Svavar Geir Pálmarsson innsiglaði sigurinn fyrir Hrunamenn þegar hann […]

Haukar taka á móti Hrunamönnum

Haukar fá Hrunamenn í heimsókn í 1. deild karla í körfuknattleik í kvöld og hefst leikurinn kl. 20:30. Haukar sigruðu fyrri leik liðana með 16 stigum á erfiðum heimavelli Flúðamanna 86-102. Haukar sitja í þriðja sæti 1. deildar með jafn mörg stig og Valur eða 16 talsins og getur hirt annað sætið með sigri í […]

Sigurganga Hauka heldur áfram

Haukarstelpur unnu KR-inga í kvöld 65-57 og halda þær áfram sigurgöngu sinni. Eru þær nú búnar að vinna 13 leiki í röð í Iceland Express-deild kvenna. Það var frábær spilamennska í upphafi seinni hálfleiks sem var lykillinn að sigri Hauka. Varnarleikur þeirra var frábær og áttu KR-ingar í miklum vandræðum með að skora. Endaspretturinn var […]

Haukar fá KR í heimsókn í kvöld

Í kvöld mæta Haukastelpur KR-ingum kl. 19:15 á Ásvöllum í Iceland Express-deild kvenna. Nú er búið að skipta deildinni í tvennt fjögur efri liðin(Haukar, Keflavík, Hamar og KR) mynda A-riðil og spila nú innbyrðis. Fjögur neðri liðin mynda B-riðil. Liðin spila nú sex leiki í riðlunum og að því loknu hefst úrslitakeppni. Haukum gekk afar […]

Tap í hörku leik

Unglingaflokkur er úr í bikarkeppni KKÍ er þeir litu í lægra haldið fyrir FSu. Leikurinn endaði 70-80 fyrir FSu en lokatölur gefa ekki alveg raunhæfa mynd á gang leiksins. Mynd: Emil Barja var drjúgur fyrir Haukaliðið gegn FSu – Arnar Freyr Magnússon FSu náði fljúgandi starti og komust í 2-15 eftir aðeins um tveggja mínútna […]

Bikarleikur hjá unglingaflokki í kvöld

Strákarnir í unglingaflokki heimsækja FSu í kvöld í 8-liða úrslitum bikarkeppni unglingaflokks. Leikurinn hefst kl. 19:30. Mynd: Haukur Óskarsson verður í eldlínunni í kvöld á Selfossi – arnarm@haukar.is

Sigur í Hveragerði

Haukastelpur unnu góðan sigur á Hamri í kvöld 73-79 í Hveragerði. Var þetta 13. sigur Hauka í vetur í Iceland Express-deild kvenna en þær sitja á toppi deildarinnar með 26 stig. Nú verður deildinni skipt í tvo riðla. Fjögur efstu liðin fara í A-riðil og neðri fjögur í B-riðil. Liðin taka öll stig með sér. […]

Tap í Þorlákshöfn

Haukar léku við Þór Þ. í 1. deild karla í gærkvöldi. Ekki var þetta frægðarför en lið Hauka tapaði 76-67. Á meðan unnu Hamarsmenn sinn leik gegn Ármanni og sitja þægilega á toppi 1. deildarinnar en Haukar eru þrátt fyrir tapið enn í 2. sæti. Stigahæstur hjá Haukum var George Byrd með 18 stig og […]

Haukar heimsækja Þór

Haukar heimsækja Þór í kvöld í 1. deild karla. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Þorlákshöfn. Haukar eru sem stendur í 2. sæti 1. deildar með 16 stig og Þórsarar eru í 6. sæti með 8 stig. Heimasíðan hvetur sem flesta til að kíkja á völlinn. Mynd: Sveinn Ómar Sveinsson og félagar í meistaraflokki karla etja […]