Guðrún til Hauka á ný

Haukar hafa fengið liðsstyrk fyrir titilvörn næsta vetrar en landsliðskonan og bakvörðurinn Guðrún Ámundadóttir hefur gengið til liðs við Hauka á ný. Guðrún lék með KR á nýafstöðnu tímabili og varð hún Subway-bikarmeistari með þeim röndóttu. KR-ingar léku einnig til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn en töpuðu í fimm leikjum gegn Haukum. Á nýliðinni leiktíð var Guðrún með […]

Þjálfarar óskast

Körfuknattleiksdeild Hauka óskar að ráða til starfa yfirþjálfara fyrir alla yngri flokka félagsins ásamt að kenna við íþróttaakademíu í Flensborg. Leitað er að einstaklingi sem hafi mikla reynslu af þjálfun í körfuknattleik. Æskilegt er að viðkomandi hafi íþróttakennaramenntun eða hafi lokið viðurkenndum þjálfunarnámskeiðum.  Þá er einnig leitað að þjálfurum fyrir nokkra af yngri flokkum deildarinnar.  Umsóknum skal […]

Henning þjálfar mfl. kvenna – Pétur áfram með strákana

Körfuknattleiksdeildin hefur ráðið Henning Henningsson sem þjálfara mfl. kvenna og mun hann stjórna liðinu á næstu leiktíð. Skrifað var undir samning þess efnis nýlega. Einnig var skrifað undir nýjan samning við Pétur Ingvarsson og mun hann halda áfram um stjórnartaumana hjá strákunum. Henning var aðstoðarþjálfari mfl. kvenna á síðustu leiktíð en hann stjórnaði meistaraflokknum tímabilið […]

Afburðanemendur í Haukum

Haukar eiga ekki bara á að skipa besta liðinu á landinu í meistaraflokki kvenna, heldur eru þær einnig bráðgáfaðar.  Í síðustu viku útskrifaðist María Lind Sigurðardóttir frá Kvennaskólanum í Reykjavík með meðaleinkun upp á 9,61.  Hún var að sjálfsögðu dúx skólans og fékk meðal annars 10 á öllum lokaprófum ársins.  En María Lind er ekki […]

Þrjár Haukastelpur í landsliðinu

Henning Henningsson, landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið 12 manna hóp sem tekur þátt fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum nú í byrjun júní. Þrjár Haukastelpur eru í liðinu en þær eru: Helena Sverrisdóttir, Kristrún Sigurjónsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir. Liðið leikur þrjá leiki á fjórum dögum en hér er dagskráin. Allur hópurinn Mynd: Ragna Margrét Brynjarsdóttir […]

Nýr formaður kjörinn í Körfuknattleiksdeildinni

Haldinn var í gær mánudag 4.maí fjölmennur framhaldsaðalfundur körfuknattleiksdeildar en um 70 manns sóttu fundinn. Á fundinum var kosinn ný stjórn og var Samúel Guðmundsson kjörinn formaður deildarinnar með dynjandi lófaklappi fundarmanna. Þá var kjörinn 15 manna hópur fólks sem starfa mun í stjórn og ráðum deildarinnar, eftirtaldir voru kjörnir  til starfa í stjórn og […]

Haukafólk áberandi á lokahófi KKÍ

Lokahóf Körfuknattleikssambandsins var á laugaradagskvöld og fór skemmtunin fram á Broadway. Eins og venja er á slíkum hófum er tímabilið gert upp og verðlaunum deilt til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr. Haukafólk var nokkuð áberandi í ár en all nokkur verðlaun féllu þeim í skaut. Slavica Dimovska var valin besti erlendi leikmaður Iceland […]

AÐALFUNDUR

Framhaldsaðalfundur Körfuknattleiksdeildar verður haldinn kl. 20 mánudaginn 4. maí nk. í Samkomusal (forsal)   Dagskrá samkvæmt lögum félagsins   Stjórnin

Afsögn stjórnarmanna körfuknattleiksdeildar

Á fundi körfuknattleiksdeildar Hauka sem haldinn var þriðjudaginn 28. apríl 2009 ákváðu eftirtaldir stjórnarmenn að segja sig úr stjórn körfuknattleiksdeildarinnar. Þessir stjórnarmenn eru eftirtaldir: Sverrir Hjörleifsson, formaðurHálfdan Þórir Markússon, varaformaðurBrynjar Indriðason, meðstjórnandiGunnar Hauksson, meðstjórnandiSteingrímur Páll Björnsson, meðstjórnandi Eru þeim færðar þakkir fyrir þau góðu störf sem þeir hafa tekið að sér innan og utan stjórnar […]