Haukar hafa fengið liðsstyrk fyrir titilvörn næsta vetrar en landsliðskonan og bakvörðurinn Guðrún Ámundadóttir hefur gengið til liðs við Hauka á ný. Guðrún lék með KR á nýafstöðnu tímabili og varð hún Subway-bikarmeistari með þeim röndóttu. KR-ingar léku einnig til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn en töpuðu í fimm leikjum gegn Haukum. Á nýliðinni leiktíð var Guðrún með […]