Búið að draga í riðla í Árgangamóti knattspyrnudeildar sem verður á föstudaginn

Dregið var í riðla í Árgangamóti knattspyrnudeildar Hauka 2019 í getraunakaffi í gærmorgun en mótið fer fram föstudaignn 27. desember nk. Leikið verður í tveimur riðlum en í riðli A eru Þristur, Pepsí, Ásinn, Áttan, Fimman og Núllið.  Í B riðli eru Nían, Sjöan, Hetjur, Tvistur, Fjarkinn og Sexan.

Í mótinu er keppt annars vegar í knattspyrnu samkvæmt reglugerð mótsins um knattspyrnu og hins vegar í pílukasti samkvæmt reglugerð mótsins um pílukast. Spilað er á tveimur leikvöllum, þ.e. A og B sal að Ásvöllum.

Fyrirkomulag knattspyrnuleikja verður með hefðbundnum hætti en pílukast skal hefjast um leið og knattspyrnuleik lýkur.  Keppni fer þannig fram að hvort lið fær þrjár pílur og eiga að kasta þeim í þar til gert píluspjald.  Dómari leggur síðan saman heildar stigagjöf og það lið sem fær fleiri stig vinnur.   Lið geta sjálf ákveðið hvort einn eða fleiri kasta pílunum.  Hins vegar ef sami maður kastar öllum pílunum dragast 10 stig frá heildar stigagjöf. Sigur í pílukeppni gefur 2 stig, jafntefli 1 stig og tap 0 stig.

Það má búast við spennandi og skemmtilegu árgangamóti en aðgangur að mótinu er opin öllum 20 ára og eldri, enda hafi menn ekki brotið reglur gagnvart eiganda/liðstjóra, sem valda brottvísun.

Dagskráin er eftirfarandi:

Kl. 17:45           Liðstjórar/eigendur mæta

Kl. 17:55           Veitingasala opnar.

Kl. 18:00           Skráning og greiðsla þátttökugjalda

Kl. 18:15           Knattspyrnumót hefst.  Fyrstu leikir hefjast stundvíslega. 

Kl. 22:00            Mótinu lýkur með úrslitaleik í knattspyrnu

Kl. 22:15            Verðlaunaafhening og uppskeruhátíð mótsins í veislusal.