Björgvin valinn í U21 landsliðið

bjorgvinBjörgvin Stefánsson, leikmaður Hauka, hefur verið valinn í U21 landslið Íslands í knattspyrnu fyrir leiki gegn Frökkum og N-Írum í byrjun september. Björgvin hefur staðið sig frábærlega með Haukum í sumar en hann er nú markahæstur í 1. deildinni ásamt Viktori Jónssyni í Þrótti en báðir hafa skorað 15 mörk í 18 leikjum.

Um er að ræða leiki í undankeppni EM en leikur Íslands og Frakklands verður þann 5. september á Kópavogsvelli en leikurinn gegn N-Írum verður á Fylkisvelli þann 8. september.

Íslenska liðið hefur þegar leikið einn leik í riðlinum en það var leikur gegn Makedóníu sem endaði 3-0.

Þjálfari U21 landsliðsins er Eyjólfur Sverrisson.