Birkir Ívar kominn heim !

Landsliðsmarkvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Hauka. Birkir Ívar sem lék síðast með Haukum árið 2006 hefur leikið yfir 140 landsleiki og lék síðast í Þýsku Bundesligunni með Tus.Lubecke ásamt Þóri Ólafssyni fyrrum leikmanni Hauka. Birkir Ívar verður 32ja ára 14. September og því á besta aldri.

Við spurðum Aron Kristjánsson þjálfara liðsins aðeins útí félagskiptin.

Hvernig kom það til að fá Birki Ívar aftur í Hauka ? ;
„Við höfðum samband við Birki fyrir töluverðu síðan þar sem það lá fyrir á þeim tíma að Maggi ætlaði að leggja skóna á hilluna. Birkir tók vel í þetta en spurningin var hvort hann myndi halda heim á leið eftir tímabilið eða spila áfram úti. Eftir einhverja umhugsun þá ákvað Birkir að koma heim og þá voru Haukar hans fyrsti kostur. Við erum mjög ánægðir með að hann ákvað að koma heim til okkar. “

En er von á fleiri leikmönnum til liðsins ? ;
„ Ég ekki von á fleiri leikmönnum í karlaliðið. “

Nú þegar Birkir Ívar hefur skrifað undir samning við Hauka þá eru þrír afbragðsmarkmenn í meistaraflokki, þeir Gísli Guðmundsson og Magnús Sigmundsson sem báðir áttu glimrandi tímabil í vetur.

Mun Maggi Sigmunds. vera áfram hjá liðinu ? ;
„Það stóð til hjá Magga að hætta eftir þetta ár. Við vorum mjög ánægðir í fyrra þegar hann sagðist vilja taka eitt tímabil í viðbót. Hann hefur hinsvegar fengið neistann aftur enda gekk vel hjá okkur í vetur og einnig hefur hann sloppið vel við meiðsli. Það kæmi því ekki á óvart þó að við sæjum hann leika fyrir annað lið næsta vetur. Ég vil hér með þakka Magnúsi kærlega fyrir hans framlag fyrir Haukanna.“

Haukar eiga fleiri unga og efnilega markverði og til að mynda lánuðum við Víking Björn Viðar Björnsson fyrir síðasta tímabil en Björn á að baki fjölmarga unglingalandsleiki að baki.

Mun Björn Viðar spila með Haukum/Haukum 2 á næsta ári, eða verður hann áfram hjá Víking ? ;
„Björn Viðar mun spila með Víkingi á næsta ári. Hann hefur fengið góða reynslu hjá þeim í vetur og líkar vel. Víkingur leikur í Úrvalsdeild á næsta ári og er því gott fyrir hann að halda áfram þar og safna meiri reynslu.“

Við bjóðum að sjálfsögðu Birki Ívar velkomin aftur heim og vonum að sjálfsögðu að hann eigi eftir að setja allt í lás á næstu tímabilum.

    – Arnar Daði Arnarsson skrifar.