Bikarleikur á fimmtudagin

Á fimmtudaginn munu Haukar leika í 8-liða úrslitu Visa bikarsins annað árið í röð og nú gegn Landsbankadeildarliðinu Fylki á heimavelli. Leikurinn hefst klukkan 19.15.

Haukar töpuðu síðasta leik í deildinni gegn Víking Ólafsvík á Ólafsvík 2-1, en mark Hauka skoraði nýliðinn Marco Krisch með skoti fyrir utan teig, stöngin inn.

Markvörður heimamanna fór á kostum í leiknum og var til að mynda valinn leikmaður umferðarinnar á Fótbolti.net, en hann varði til að mynda vítaspyrnu undir lok leiks. Auk vítaspyrnuna varði hann einnig fjölmörg dauðafæri frá leikmönnum okkar. Ólsarar skoruðu síðan sigurmarkið þegar rétt rúmlega 2 mínútur voru eftir af leiknum.

Fylkismenn sigruðu síðasta leik sinn í deildinni gegn FH á Kaplakrikavelli 2-1, en það var Jóhann Þórhallsson sem skoraði sigurmark Fylkis í uppbótartíma. Fylkismenn eiga síðan leik í kvöld gegn Fram á Laugardalsvelli, vellinum sem Haukar og Fylkir munu keppast um að fá að spila á.

Gengi Fylkis í deildinni hefur verið afleitt hingað til en liðið tapaði til að mynda fimm leikjum í röð þangað til Leifur Garðarsson þjálfari liðsins gerði allt vitlaust í upphitun í Kaplakrikanum og sigruðu hans menn þá loks leik og það gegn bikarmeisturum FH.

Nánar um bikarleikinn gegn Fylki á fimmtudaginn verður að öllum líkindum skrifað á næstu dögum. En samt sem áður ætla ég að hvetja fólk til að fjölmenna á leikinn og mæta í RAUÐU.