Bikarkeppni TG

B-sveit Hauka atti kappi við skákdeild KR í kvöld (31. okt) í hinni mjög svo glæsilegu KR-höll, einungis spölkorn frá hinni alræmdu ljónagryfju og vöggu íslenskrar knattspyrnu sem KR leikvangurinn að sjálfsögðu er.
KR-sveitin mætti þéttskipuð jöxlum og 500 skákstigum hærri á hverju borði, svo það var á brattann að sækja fyrir hina ungu og efnilegu Haukasveit(!). En það sem vantaði uppá skákstigin bætti b-sveitin upp með góðum hressleika og úrslit fyrri umferðar urðu 2,5-3,5 fyrir KR:
Sverrir Þorgeirsson – Bragi Kristjánsson 0,5 – 0,5. (Drengurinn er náttúrulega undrabarn, þannig að þetta kom ekkert á óvart.)
Árni Þorvaldsson – Jón Torfason 0-1
Daníel Pétursson – Gunnar Gunnarsson 1-0. (Danni fórnaði manni snemma fyrir tvö peð og vann góða sóknarskák.)
Ingi Tandri Traustason – Jón Briem 0-1. (Ingi lék f3 en allt kom fyrir ekki.)
Snorri Karlsson – Sigurður Herlufsen 0,5 – 0,5
Ingþór Stefánsson – Ingimar Jónsson 0,5 – 0,5

Það var vel tekið á móti okkur Haukamönnum og milli umferða var boðið uppá kaffi og kræsingar. Í seinni umferðinni voru jaxlarnir með hvítt og sýndu klærnar og unnu 4,5-1,5. Við sýndum þó góða baráttu og úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu skákunum. Danni neitaði jafnteflisboði Gunnars þrátt fyrir að vera nokkru liði undir, enda átti Íslandsmeistarinn fyrrverandi einungis 15 sekúndur eftir á klukkunni en strákurinn varð eitthvað hvumsi við jafnteflisboðið og lék af sér kóngnum. Ingþór lék mjög vænlegu hróksendatafli niður í jafntefli í tímahrakinu en með tveimur sigrum þarna hefðum við jafnað leikinn.
Seinni umferð:
Sverrir – Bragi Kristjáns 0-1
Árni – Jón Torfa 1-0 (Árni tefldi nokkuð vel og vann sætan sigur)
Daníel – Gunnar Gunnars 0-1
Ingi Tandri – Jón Briem 0-1
Snorri – Sigurður Herlufsen 0-1
Ingþór – Ingimar Jóns 0,5 – 0,5.

Semsagt 8-4 KR-ingum í vil, en hin þokkafulla B-sveit má engu að síður vel við una og óhætt að segja að við höfum veitt þeim verðuga keppni og fallið út með sæmd.