Bikarhelgi KKÍ um helgina – Haukar eiga tvö lið í úrslitum

unglingaflokkurBikarhelgi KKÍ fer fram um helgina en keppt er bæði í úrslitum mfl. og yngri flokka og er leikið alla helgina frá kl. 18:00 á föstudeginum til kl. 22.00 á sunnudeginum.

Haukar eiga tvö lið í úrslitum og keppa bæði liðin á sunnudaginn. 10 flokkur drengja ríður á vaðið og spilar við Breiðablik kl. 10:00 á sunnudeginum og svo mun unglingaflokkur karla enda bikarhelgina kl. 20:00 á sunnudagskvöldinu og leika á móti Grindavík.

Bæði lið eru einstaklega vel skipuð og hafa t.d. 10 flokkur ekki tapað leik í vetur og hafa unnið alla sína leiki nokkuð örugglega í vetur. Unglingaflokkur er líka skipaður leikmönnum sem eru að spila lykilhlutverk í mfl,, eins og Kára Jónssyni og Hjálmari Stefánssyni. Einnig er Kristján Leifur Sverrisson komin til baka úr meiðslum og mun spila úrslitaleikinn en hann mun styrka liðið mikið.

Við hvetjum allt Haukafólk að mæta í Laugardalshöllina og hvetja þessa ungu og efnilegu stráka til sigurs í sínum leikjum.

Nánar er hægt að sjá skipulag helgarinna á heimasíðu kkí