Bikarfjörið hefst í kvöld – fríar rútuferðir

Final 4 fjörið hefst í kvöld þegar að stelpurnar í meistaraflokki kvenna í handbolta spila í undanúrslitum kl. 19:30 í Laugardalshöll. Mótherjinn í kvöld er KA/Þór en þær hafa leikið vel það sem af er tímabili og sitja þær í efsta sæti Grill 66 deildar kvenna en í 8. liða úrslitum unnu þær Olís-deildarlið Fjölnis örugglega.

Það verður því um hörkuleik að ræða fyrir stelpurnar og eiga þær skilið stuðning Haukafólks. Hægt er að kaupa miða á Ásvöllum og á Tix.is en miðaverð er 2000 kr fyrir fullorðinn og 500 kr fyrir börn 6-15 ára. Einnig er vert að minna á það að ef fólk kaupir miða á karlaleikinn í leiðinni þá kostar miðinn fyrir báða leikina 3000 kr fyrir fullorðinn og 600 kr fyrir börn. Miða fyrir fullorðna á kvennaleikinn má nálgast hér og börn hér. Á karlaleikinn má nálgast fullorðinsmiða hér og barnamiða hér. Mikilvægt er að kaupa miða á þessum stöðum svo að Haukar njóti góðs af.

Það verður fjör á Ásvöllum fyrir leik en þá verður meðal annars hægt að fá andlistsmálun fyrir krakkana sem og að kaupa sérstakann bikarúrslitabol Hauka einnig  verður hægt að kaupa pulsur á vægu verði. Fjörinu á Ásvöllum líkur svo með fríum rútuferðum upp í Laugardalshöll en þær fara kl. 18:30 frá Ásvöllum en þær fara svo einnig heim eftir leik. Það er því um að gera fyrir allt Haukafólk að fjölmenna á leikinn og á Ásvelli fyrir leik og styðja stelpurnar til sigurs. Áfram Haukar!