Bikardráttur

Á morgun, þriðjudag, verður dregið í 16 liða úrslit karla og 8 liða úrslit kvenna í bikarkeppni HSÍ. Á sama tíma verður kynntur til sögunnar nýr samstarfsaðili bikarkeppninnar en síðustu ár hefur SS verið samstarfsaðili og keppnin borið nafið SS bikarinn. Nú verður breyting á og nýja nafnið verður kynnt á morgun.

Við Haukamenn eigum lið í báðum pottunum. Í karlapottinum eru tvö lið, Haukar (liðið sem leikur í N1 deildinni) og Haukar 2 sem eru svokallaðar "bumbur". Haukar sigruðu Val 2 örugglega í 32 liða úrslitum og Haukar 2 sigruðu Val 3 þar sem Valur 3 mættir ekki til leiks.
Í kvennapottinum er svo lið Hauka, en það er liðið sem leikur í N1 deildinni. Haukastelpurnar sátu hjá í 16 liða úrslitum og eru því að hefja leik í bikarkeppninni núna.

Í pottinum karlamegin eru: Afturelding, Afturelding 2, Akureyri, Fram, Fram 2, Grótta, Haukar, Haukar 2, HK, ÍR, ÍR 2, Stjarnan, Valur, Víkingur, Víkingur 2 og Þróttur Vogum.

Í pottinum kvennamegin eru: Fram, Fylkir, Grótta, Haukar, HK, Stjarnan, Valur og Valur 2.

Bikardráttur

Í hádeginu í dag var dregið í undanúrslit SS bikarsins bæði í meistaraflokki kvenna og karla. Bæði liðin okkar voru í pottunum og dróst karlaliðið á móti Fram á Ásvöllum og kvennaliðið á móti Val á Ásvöllum.

Í hinum leiknum í karlaflokki mætast Stjarnan og ÍR í Ásgarði og í kvennaflokki ÍBV og Grótta í Vestmannaeyjum.

Strákarnir okkar hafa leikið tvo leiki gegn Fram í vetur. Báða leikina hafa þeir sigrað, fyrri leikinn í Safamýri 4. október 30-29 og síðari leikinn á Ásvöllum 3. desember 31-28.
Stelpurnar okkar hafa leikið einn leik gegn Val í vetur. Þá höfðu Valsstelpur betur 27-26 í hörku leik á  Ásvöllum 22. október. Stelpurnar okkar hafa því harma að hefna.

Leikið verður bæði í karla- og kvennaflokki dagana 20. og 21. febrúar. Nánari tímasetning kemur síðar.

ÁFRAM HAUKAR!!

Bikardráttur

Við viljum veita athygli á því að bikardrátturinn fer ekki fram í hádeginu á morgun eins og sagt hefur verið. Drátturinn fer fram í hádeginu miðvikudaginn 7. febrúar n.k. Það mun koma inná heimasíðuna hverjir verða mótherjar stelpnanna og strákanna okkar í undanúrslitum.

Bikardráttur

Nú í hádeginu var dregið í 8 liða úrslit SS-bikarsins. Dráttur var þessi:

8-liða úrslit SS-bikars kvenna:
FH – Haukar
Valur – Fram
HK – ÍBV
Stjarnan – Grótta

Leikið verður 17. og 18. janúar.

8 liða úrslit SS-bikars karla:
HK – Haukar
Þór Akureyri – Stjarnan
FH – ÍBV
Fram – Fylkir

Leikið verður 6. og 7. desember