Barnaæfing 29. maí – frí framundan

Í dag var tekið létt mót með tímaforgjöf þar sem Páll var efstur en Svanberg annar. Gabríel Orri Duret var svo efstur krakkana eftir stigaútreikning gegn Jóni Hákon Richter sem reyndar vann innbyrðisviðureign þeirra.
Jóhann Hannesson varð svo þriðji.

Eftir heljarmikið pizzuát var svo telfd þrískák að hætti hússins.

Æfingar eru nú komnar í frí. Framundan hjá krökkunum er því sumarfrí fram í september nema fyrir eldri krakka eins og Sverri Þorgeirsson sem er að fara á Ólympíumót 15 ára og yngri til Singapore í Ágúst og Svanberg þjálfari er að fara á Politiken cup (Norðurlandamótið í skák) í Danmörku í júlí.

Skákvertíðin næsta haust hefst væntanlega strax í ágúst með Íslandsmótinu í skák.

Óska skákmönnum í skákdeild Hauka gleðilegs sumars og sjáumst svo aftur næsta haust.

kveðja,
Páll Sigurðsson þjálfari