Bæði liðin í undanúrslit í Lengjubikar KKÍ

emil-audurBæði lið mfl. karla og kvenna eru komin í undanúrslit Lengjubikars KKÍ.

Mfl. kvenna hafði sigrað sinn riðli örugglega og komust þar með beint í undanúrslit þar sem verður spilað við  Grindavík á fimtudaginn í Keflavík en úrslitin fara svo fram í Íþróttahúsinu Iðu á Selfossi.

Mfl. karla hafði einnig unnið sinn riðil og spilaði við KR í gær í 8 liða úrslitum. Leikurinn var hraður og var sóknarleikur í fyrirrúmi en smá vantaði uppá varnarleiki beggja liða. Haukar leiddi allan leikinn en þó aldrei með meira en 15 stigum og voru Íslandsmeistararnir aldrei langt undan. Fjórði leikhluti var jafn og spennandi en Haukarnir sýndu styrk í lokin og lönduðu sanngjörnum 6 stiga sigri. Undanúrslit hjá strákunum verður á föstudaginn en þeir spila við Þór Þorlákshöfn kl. 20:30 í Iðu á Selfossi og svo verða úrsltin á laugardeginum í Iðu.

Frábær árangur körfuknattleiksdeildarinn og ljóst er að bjart er framundan í körfunni og ljóst er að bæði lið ætla sér stóra hluti á komandi tímabili.

Dagskrá úrslita Lengjubikarsins eru eftirfarandi:

Fimmtudagur 1. október TM-höllin Keflavík
Kl. 18.15 Keflavík-Valur
Kl. 20.30 Haukar-Grindavík

Föstudagur 2. október Iða Selfossi
Kl. 18.15 FSu-Stjarnan
Kl. 20.30 Þór Þ.-Haukar

Laugardagur 3. október Iða Selfossi
Kl. 14.00 Úrslitaleikur kvenna
Kl. 16.30 Úrslitaleikur karla