Ávarp frá Luka Kostic

Luka Kostic

Luka Kostic

Kæru Haukamenn nær og fjær!

Undirbúningur fyrir sumarið byrjaði í nóvember, við æfðum 5 sinnum í viku í allan vetur og
að auki spiluðum við fjölda æfingaleikja. Í lok mars fórum við í æfingaferð til Spánar.
Strákarnir voru mjög duglegir í allan vetur, en Spánar æfingaferðin lyfti hópnum töluvert
mikið. Hópurinn var stigvaxandi frá fyrsta æfingaleiknum í nóvember 2014, ásamt því að fara
í gegnum tvö æfingamót og erum við í dag því tilbúnir fyrir Íslandmótið.

Miklar breytingar á leikmanna hópnum hafa verið hjá okkur á milli ára, margir frábærir
leikmenn sem spiluðu undanfarin ár eru hættir í fótboltanum eða hafa skift um lið. Ég vil
þakka þessum leikmönnum kærlega fyrir sitt framlag til Hauka á undanförnum árum og óska
þeim góðs gengis í því sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur.

Í raun og veru hefur þróunin í kringum leikmannahópinn með tilliti til fjölda ungra leikmanna
sem eru að koma inn, orðið til þess að þetta sé einstakt dæmi á knattspyrnuferli mínum en
jafnframt ein mest spennandi tímamót á ferlinum. Við þjálfarar höfum unnið í 4 ár með
þessum strákum í 3. og 2. flokki og við höldum áfram að vinna með þeim í mfl. sem gerir
þetta verkefni einstaklega skemmtilegt.
Haukaliðið í dag er mjög efnilegt, skemmtilegt og með mikið hungur til að sanna sig í
íslensku knattspyrnunni.
Andrúmsloftið í klefanum er magnað, strákarnir sjúga hreinlega í sig allar nýjungarnar, eru
metnaðarfullir og það eru alveg einstök forréttindi að þjálfa þá.

Í sumar ætlum við að vera duglegir, ákveðnir og spila skemmtilega knattspyrnu.
Baráttan verður hörð, fyrsta deildin er full af sterkum liðum og hjálp ykkar stuðningsmanna
verður því afar dýrmæt fyrir okkur.

Okkar fyrsti leikur er laugardaginn 9.maí kl 14:00 á móti Víking í Ólafsvík, það er mikil
tilhlökkun hjá okkur fyrir fyrsta leik Íslandsmótsins og sumrinu í heild sinni.
Það yrði meiriháttar gaman ef við gætum sagt í lok sumars, að knattspyrnusumarið 2015 hafi
verið einstakt rétt eins og að strákarnir okkar eru einstakir.

Hauka kveðja

Luka Kostic ‐ þjálfari mfl. karla