Aron Rafn inn í landsliðið

 Aron Rafn Eðvarðson markmaður meistaraflokks Hauka í handbolta hefur verið kallaður inn í landsliðið sem leikur þessa stundina á Evrópumeistaramótinu í Serbíu.

Aron kemur inn í liðið í stað Hreiðars Leví Guðmundssonar en markvarsla liðsins hefur ekki verið nægilega góð og á Aron að koma inn í liðið með nýtt blóð. Aron á að baki þrjá A-landsliðleiki fyrir Íslands hönd auk þess að eiga fjöldan allann af leikjum fyrir yngri landslið Íslands. Auk Arons eru fyrir 2 aðrir uppaldir Haukamenn en það eru þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson sem gerir það að verkum að Haukar eiga flesta uppalda leikmenn í liðinu. Ásamt þeim eru tveir aðrir leikmenn sem hafa leikið listir sínar á fjölum Ásvalla en það eru þeir Kári Kristján Kristjánsson og Þórir Ólafsson. Haukar óska Aroni til hamingju með valið og sendir honum og leikmönnum landsliðsins dugnaðaróskir til Serbíu. Áfram Ísland!