Aron Rafn í Guif

Haukar

Haukar og Guif í Svíðþjóð hafa  gert samkomlag um félagsskipti Arons Rafns Eðvarðssonar til Svíþjóðar eftir yfirstandandi tímabil. Aron hefur gert þriggja ára samning við sænska liðið. Aron er einn af okkar efnilegustu markvörðum sem fram hfa komið á Íslandi og eru miklar vonir bundnar við hann sem mikinn afreksmanns í framtíðinni.

Aron tekur með þessu skref í þá átt  sem markmiðin hafa verið hjá honum og Haukum síðustu ár, að Aron skipi sér í hóp þeirra bestu á heimsvísu. Aron mun með samningi þessum geta einbeitt sér að æfingum og vera undir leiðsögn mjög færra þjálfara, ásamt því að umgjörðin hjá Guif er mjög góð.

Við Haukarnir sjáum á eftir frábærum Haukastrák úr okkar herbúðum en munum stoltir vinna með Aroni áfram á hans afreksleið, eins og öðrum af okkar drengjum. Það skarð sem Aron lætur eftir sig hjá Haukum verður vandfyllt, en Haukar eru ekki á flæðiskeri staddir í markmannsmálum, þar sem efniviðurinn sem er til staðar lofar mjög góðu uppá framhaldið.