Aron: Fórum illa með dauðafærin

Aron Kristjánsson var ágætlega sáttur með úrslitin í kvöld, 29 – 29 jafntefli gegn Frömurum á útivelli.
„Miðað við síðustu mínúturnar í leiknum er ég ánægður með eitt stig, en miðað við gang leiksins þá gat sigurinn dottið hvoru megin sem er, þannig þetta eru eiginlega sanngjörn úrslit.“ Aron var ekki nægilega sáttur með varnarleikinn í fyrri hálfleik „ Mér fannst við varnarlega ekki nægilega einbeittir í fyrri hálfleiknum, vorum að fá á okkur ódýr mörk, en þegar við náðum að loka fyrir það þá náðum við frumkvæðinu í leiknum en því miður þá misstum við niður tveggja marka forskot í seinni hálfleik þegar þeir náðu að skora nokkur mörk í hröðum upphlaupum á okkur."

Sóknarleikurinn var ágætur í fyrri hálfleik en þegar fór að líða á seinni hálfleikinn fór einstaklings framtaki okkar manna að fjölga „Beggi (Sigurbergur) var að valda miklum ussla í varnarleiknum hjá þeim og það var auðvitað bara mjög gott. Ég myndi segja bland af einstaklingsframtaki og skipulögðum sóknarleikur. En það sem var kannski aðalega að angra okkur í sóknarleiknum var það að við vorum að klikka mikið af dauðafærum, klikka bæði úr hornum og línu, bara dauðafærum."

Markvarslan í fyrri hálfleik var ágæt, Magnús Sigmundsson varði 10 bolta, en í seinni hálfleik vörðu markverðir okkar einungis 6 boltaÍ byrjun seinni hálfleik ná þeir sér ekki upp nema bara seint í seinni hálfleik, þá var auðvitað erfitt að standa vaktina í vörninni“
„En við vonum bara að við náum að bæta það fyrir næsta leik. Markvarslan er búin að vera fín í fyrstu tveimur leikjunum og í fyrri hálfleiknum í þessum leik og vonandi koma þeir sterkir inn í næsta leik.“ Sagði hinn síkáti Aron Kristjánsson þjálfari Hauka.

– Arnar Daði Arnarsson skrifar